Færsluflokkur: Bloggar
12.4.2010 | 13:14
Gæludýr.is opnar verslun í Skútuvogi 13
Gæludýr.is hefur opnað nýja og glæsilega gæludýravöruverslun við Skútuvog 13. Verslunin er staðsett við hlið Bónus sem er beint á móti Húsasmiðjunni. Verslunin er kærkomin viðbót við vefverslunina og er til þess fallin að auka þjónustu okkar við viðskiptavini sem nú geta valið um að fá sent frítt heim eða sótt vörurnar í verslunina.
Í verslun okkar að Skútuvogi bjóðast sömu lágu verðin og í vefverslun okkar. Verslunin er opin alla virka daga frá kl. 12 - 18 og Laugardaga frá kl. 12 - 16.
Við bjóðum alla hjartanlega velkomna :-)
Með kveðju,
Starfsfólk Gæludýr.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2010 | 21:15
Búið að draga út vinningshafa í "1000vina" leiknum okkar á Facebook
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2010 | 00:10
Dregið hefur verið úr spurningaleik Gæludýr.is á Facebook
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2010 | 00:47
Auglýsingar í dagskránni á Akureyri
Gæludýr.is auglýsir fría heimsendingu á Akureyri á vef dagskrárinnar á Akureyri þessa dagana. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og Akureyringar tekið þjónustunni vel þessa fyrstu daga. Jafnframt auglýsir Gæludýr.is í blaðaútgáfu þessa sama miðils sem kom út miðvikudaginn 3. febrúar.
Við kunnum starfsfólki á Dagskránni á Akureyri þakkir fyrir skjót viðbrögð og lipra þjónustu í okkar tilfelli og munum án efa skipta aftur við það ágæta fyrirtæki.
Með kveðju,
Starfsfólk Gæludýr.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2010 | 14:31
Facebook spurningakeppni Gæludýr.is - Vegleg Verðlaun!
Nýlega skráðum við hjá Gæludýr.is okkur á Facebook og höfum við núna náð u.þ.b. 200 vinum á nýrri síðu okkar hér.
Nú höfum við formlega hafið fyrstu spurningarkeppni Gæludýr.is og getið þið fengið upplýsingar um hvernig á að taka þátt í henni á Facebook síðu okkar.
Með kveðju, Gæludýr.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2009 | 18:14
Breytingar á virðisaukaskatt um áramót
Nú um áramót taka ný lög um virðisaukaskatt gildi. Samkvæmt þeim breytingum sem verða mun Gæludýr.is neyðast til að hækka núverandi virðisaukaskatt úr 24,5% upp í 25,5%. Af þessum sökum er það því miður óhjákvæmilegt að verð á heimasíðu okkar mun hækka sem um því nemur frá og með 1. janúar 2010.
Okkur hjá Gæludýr.is er mikið í mun að halda vöruverði sem lægstu og því teljum við þessar hækkanir þjóna markmiðum okkar afar illa. Við vonum engu að síður að viðskiptavinir okkar sýni þessum verðbreytingum skilning en við munum engu að síður leggja allt okkar kapp á að leiðrétta verðið með öðrum leiðum.
Með áramótakveðju,
Starfsfólk Gæludýr.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2009 | 06:48
Útkeyrsla um hátíðarnar
Um hátíðarnar verður keyrt út á eftirfarandi dögum:
Þriðjudagur 22 des milli kl 17-21
Miðvikudagur 23 des milli kl 17- 21, þetta er seinasta útkeyrsla fyrir jól.
Mánudagur 28 des milli kl 17-21
Þriðjudagur 29 des milli kl 17-21
miðvikudagur 30 des milli kl 17-21
Mánudagur 4 jan milli kl 17-21
Gæludýr.is þakkar frábærar móttökur á árinu og óskar öllum viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Með jólakveðju,
Starfsfólk Gæludýr.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2009 | 18:22
Ýmislegt fróðlegt um hunda á hvuttar.net
Hvuttar.net er skemmtileg síða með allt um hunda og hundahald. Þar rákumst við meðal annars á þessa skemmtilegu og fróðlegu grein um hundafóður . Það er víst ekki alltaf allt sem sýnist samkvæmt úttekt frá baunalandi.
Með kveðju,
Starfsfólk Gæludýr.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2009 | 23:43
Flexitaumar ábending
Viðskiptavinur hafði samband í þjónustusíma Gæludýr.is í kvöld með góða ábendingu varðandi Flexi hundatauma sem hafa verið mjög vinsælir hin síðari ár. Flexi framleiðir tauma með þunnum taum, breiðum taum og blöndu af þunnum og breiðum taum. Framleiðandinn gefur upp ákveðna hámarks þyngd á hundum miðað við gerð og stærð. Þessi viðskiptavinur verslaði taum sem er blandaður af þunnum og breiðum taum og var gefinn upp fyrir þyngri hund en hún átti. Endingin var ekki nema tæp tvö ár en þá tókst hundinum hennar að slíta tauminn í sundur þar sem hann er þunnur.
Þar sem þessi vara er langt frá því að vera ódýr í dag eru okkar tilmæli þau að versla frekar taum frá Flexi sem er gefinn upp með hærri hámarksþyngd hunds en hundurinn þinn er. Jafnframt að þegar um kröftuga hunda er að ræða að velja þá frekar breiðari tauminn þar sem þessi þunni er veikur hlekkur.
Takk fyrir svona ábendingar og við hjá Gæludýr.is vonum að fá sem flestar slíkar til að tryggja að þið, viðskiptavinir okkar, fáið nákvæmlega það fyrir peningin sem þið sækist eftir og ekkert minna - það er okkar ósk! það er okkar krafa fyrir hönd okkar viðskiptavina!
Kveðja,
Starfsfólk Gæludýr.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Spurt er
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar