Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Breytingar á virðisaukaskatt um áramót

Nú um áramót taka ný lög um virðisaukaskatt gildi. Samkvæmt þeim breytingum sem verða mun Gæludýr.is neyðast til að hækka núverandi virðisaukaskatt úr 24,5% upp í 25,5%. Af þessum sökum er það því miður óhjákvæmilegt að verð á heimasíðu okkar mun hækka sem um því nemur frá og með 1. janúar 2010.

Okkur hjá Gæludýr.is er mikið í mun að halda vöruverði sem lægstu og því teljum við þessar hækkanir þjóna markmiðum okkar afar illa. Við vonum engu að síður að viðskiptavinir okkar sýni þessum verðbreytingum skilning en við munum engu að síður leggja allt okkar kapp á að leiðrétta verðið með öðrum leiðum.

Með áramótakveðju,
Starfsfólk Gæludýr.is


Útkeyrsla um hátíðarnar

Um hátíðarnar verður keyrt út á eftirfarandi dögum:
Þriðjudagur 22 des milli kl 17-21
Miðvikudagur 23 des milli kl 17- 21, þetta er seinasta útkeyrsla fyrir jól.
Mánudagur 28 des milli kl 17-21
Þriðjudagur 29 des milli kl 17-21
miðvikudagur 30 des milli kl 17-21
Mánudagur 4 jan milli kl 17-21

Gæludýr.is þakkar frábærar móttökur á árinu og óskar öllum viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Með jólakveðju,
Starfsfólk Gæludýr.is


Ýmislegt fróðlegt um hunda á hvuttar.net

Hvuttar.net er skemmtileg síða með allt um hunda og hundahald. Þar rákumst við meðal annars á þessa skemmtilegu og fróðlegu grein um hundafóður . Það er víst ekki alltaf allt sem sýnist samkvæmt úttekt frá baunalandi.

Með kveðju,
Starfsfólk Gæludýr.is


Flexitaumar ábending

FlexiMini300Viðskiptavinur hafði samband í þjónustusíma Gæludýr.is í kvöld með góða ábendingu varðandi Flexi hundatauma sem hafa verið mjög vinsælir hin síðari ár. Flexi framleiðir tauma með þunnum taum, breiðum taum og blöndu af þunnum og breiðum taum.  Framleiðandinn gefur upp ákveðna hámarks þyngd á hundum miðað við gerð og stærð. Þessi viðskiptavinur verslaði taum sem er blandaður af þunnum og breiðum taum og var gefinn upp fyrir þyngri hund en hún átti. Endingin var ekki nema tæp tvö ár en þá tókst hundinum hennar að slíta tauminn í sundur þar sem hann er þunnur.
Þar sem þessi vara er langt frá því að vera ódýr í dag eru okkar tilmæli þau að versla frekar taum frá Flexi sem er gefinn upp með hærri hámarksþyngd hunds en hundurinn þinn er. Jafnframt að þegar um kröftuga hunda er að ræða að velja þá frekar breiðari tauminn þar sem þessi þunni er veikur hlekkur.

Takk fyrir svona ábendingar og við hjá Gæludýr.is vonum að fá sem flestar slíkar til að tryggja að þið, viðskiptavinir okkar, fáið nákvæmlega það fyrir peningin sem þið sækist eftir og ekkert minna - það er okkar ósk!  það er okkar krafa fyrir hönd okkar viðskiptavina!

Kveðja,
Starfsfólk Gæludýr.is


54 lítra fiskabúr - Jólagjöfin í barnaherbergið

60300Fiskabúrin frá Juwel eru þýsk gæðaframleiðsla sem framleidd hafa verið í yfir 30 ár. Helsti kostur Juwel búranna er hreinsibúnaður þeirra en hann er í senn einfaldur en öflugur hreinsibúnaður sem auðvelt og fljótlegt er að viðhalda. Þessi einfaldleiki gerir börnunum kleift að taka þátt í og jafnvel sinna viðhaldinu sjálf en það er náttúrulega hluti af ánægju þess að vera með fiska í búri.

Rekord 60 er tilvalið fiskabúr í barnaherbergið. Fiskabúrið er glerbúr og kemur með loki, ljósi, hreinsidælu og hitara og er því alveg tilbúið fyrir utan fiska, sand og skraut. Stærðin á búrinu er lengd 61cm x breidd 31cm x hæð  38 cm og passar það því vel á t.d. kommóður eða hillur í barnaherberginu en standurinn á myndinni fylgir ekki með. Hægt er að kaupa standinn aukalega.

Þetta fiskabúr er á tilboði í verslun Gæludýr.is fram að jólum og kostar 14.900.- en hægt er að skoða það nánar með því að smella hér! A.t.h. að skápar og standar eru seldir sér!

 


Fyrsti bloggvinur Gæludýr.is

two_kittens_from_behindFyrsti bloggvinur, af vonandi mörgum, eignaðist Gæludýr.is í dag mánudaginn 7. desember en hann heitir Kamasutra. Vonandi verður þetta vinasamband gjöfult og ríkt til frambúðar.

Kveðja,
Starfsfólk Gæludýr.is 


Gæludýr.is Bloggar

gaeludyr.is logoÍ dag sunnudaginn 6. desember 2009 fer blogg gæludýr.is í loftið. Við hjá gæludýr.is höfum mikinn áhuga á öllu sem tengist gæludýrum og langar okkur með bloggi þessu komast í betra samband við fólk með sama áhugamál. Markmið okkar hér á blogginu er að kynna betur fyrir fólki þær vörur sem boðnar eru á heimasíðu Gæludýr.is, efla þekkingu á umhirðu og meðferð gæludýra fyrir alla sem áhuga hafa og þar með talið okkur sjálfum á sama tíma og við kynnum verslun okkar fyrir þeim sem kunna að vilja nýta sér þjónustu hennar. 

Við vonumst til þess að fólk taki virkan þátt í því sem fram fer hér á blogginu og komi með athugasemdir, ábendinga og uppbyggilega gagnrýni á öllu efni sem hér birtist. 

Með kveðju,
Starfsfólk Gæludýr.is


Höfundur

Gæludýr.is
Gæludýr.is
Gæludýr.is er lágvöruverðsverslun með gæludýravörur á netinu. Hér mun starfsfólk blogga um ýmislegt sem tengist fyrirtækinu, verslun þess á netinu og vörum sem og annað tengt gæludýrum

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband